Roskilde og tónlistin

1.7.2006

Á árunum 1978 – 80 bjuggum við í Roskilde og vorum á festivölunum þar 1979 og 80. Anna Linda var með okkur 1979 og Heidi var með félögum sínum í Tusind sind með búð á sölusvæðinu skammt frá appelsínugula tjaldinu en þar var hægt að kaupa allt milli himins og jarðar. Mér er það minnisstætt að sjá tvo lögregluþjóna á skyrtunni skoða vandlega fjölbreytt söluborð og festa loks kaup á minjagrip, hasspípu sem þeir stungu í vasann. Svo röltu þeir áfram og horfðu á skarann skemmta sér. En kannski höfðu þeir gert upptækt hass sem þá langaði til að prófa!
Ég fór svo á sunnudeginum árið 1987 og sá Van The Man. Magnað…
Atli er nú í áttunda sinn á hátíðinni og Bragi var þar 15 ára. Ég hef ekki hugmynd um hve oft Anna Linda hefur verið á Roskilde en aldrei, ekki eitt einasta andartak hef ég óttast um börnin mín þar. Ef þau hefðu hins vegar farið á Þjóðhátíð í Eyjum hefði ég verið með lífið í lúkunum allan tímann og miður mín af áhyggjum. Og þá er ég ekki bara að hugsa um brekkusönginn…

%d bloggurum líkar þetta: