Knattspyrnan vann

28.6.2006

Tvö stórlið börðust um sæti í fjórðungsúrslitum, Frakkar og Spánverjar. Mikið var í húfi fyrir bæði lið, stolt og fjármunir, en samt gáfu menn sér tíma til að brosa, hver til annars og líka til dómarans sem brosti á móti þótt einu og einu korti væri veifað.

Fín skemmtan og úrslitin voru þrátt fyrir allt sanngjörn en Thierry Henry var rangstæður nær allan leikinn eða þar til hann var tekinn út af með sama fýlusvipinn og hann hafði allt frá upphafi leiks.

%d bloggurum líkar þetta: