Tár & takkaskór

26.6.2006

Ég hélt með Hollendingum í 2 mínútur í gær. Eftir fólskuleg brot á Ronaldo (einkum annað brotið af þremur) þar sem fyrirmælin voru greinilega þau að kippa honum úr umferð snerist mér þó hugur. Hollendingar höfðu slegið (eða sparkað) tóninn og framhaldið varð 90 mínútna stríð. Markið var glæsilegt og það var gott að sjá slátrarana senda heim.

Annars var það ánægjulegasta við fótbolta sunnudagsins að Englendingar skoruðu sitt fyrsta mark á þremur úrslitamótum í HM.