HM = Heimskuleg markaðssetning

23.6.2006

Nýjasta vitleysan á HM er sú að hollenskir knattspyrnuáhugamenn eru reknir úr buxunum fyrir leiki og verða að horfa á landsliðið sitt á HM á naríunum! Þeir hafa nefnilega látið sauma á sig sérstakar buxur í appelsínugulum lit með ljónshala (ljónið er þjóðartákn Hollands) – og með auglýsingu fyrir bjórframleiðanda sem ekki tekur þátt í kostun á HM! Og þetta þolir FIFA ekki, það má ekki sjást að fólk drekki "ranga" bjórtegund á leikjum!

Þetta er eins og að mega ekki fara á leik með FH nema með Góusælgæti í höndunum – eða á leik í Garðabæ nema með Stjörnupopp. Hjörðin sem stjórnast af peningum hefur löngum verið fræg fyrir umfangsmikinn skort á kímnigáfu en gengur þetta ekki út yfir allan þjófabálk?

%d bloggurum líkar þetta: