Að drepa menn

20.6.2006

Það er áhugavert að fylgjast með fréttum af hernaði og þeim orðum sem þar eru notuð. Íslensk blöð sögðu t.d. frá því að al-Zarqawi hefði verið felldur en að bandarískir hermenn hafi verið pyndaðir og myrtir. Allir voru þessir menn þó drepnir í stríðsátökum. Ef fjölmiðlarnir segja með orðavali sínu hvar samúð þeirra liggur er að sjálfsögðu engin sérstök ástæða til að gera athugasemdir við það önnur en sú að benda á að þeim beri að sýna hlutleysi. Hins vegar finnst mér margt benda til þess að þarna sé ósjálfrátt verið að endurspegla framsetningu frétta frá þeim vestrænu hernaðaryfirvöldum sem nú berjast í Írak. Þurfa fréttamenn ekki að taka sér tak við þessar fréttaþýðingar? Er endilega sjálfgefið að það sé betra að drepa araba en vestrænan mann?

Þetta minnir mig reyndar á tvær fyrirsagnir fyrir löngu í Morgunblaðinu sem sýndu ótvírætt hvað fjarlægð og samkennd skipta miklu í fréttaflutningi. Á forsíðu stóð með stríðsletri: MAÐUR FERST MEÐ TRILLU en á bls. 2 var fyrirsögnin KÁTIR KRÓKÓDÍLAR Í ZAMBESI-FLJÓTI. Þar var sagt frá ferju sem sökk með á annað hundrað innfæddra um borð.

2 Responses to “Að drepa menn”

  1. Gunnar Freyr Says:

    Ái… þetta er beinlínis sársaukafullt dæmi.


  2. […] fyrirsögn var rifjuð upp á föstudaginn, enda mikið fjölmiðlafár að baki vegna skotárásar í […]


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: