Útfall…

19.6.2006

Þetta er dagur útfalls. Heidi fór til Parísar í morgun og ætlar svo áfram til Lyon að vera viðstödd opnunina hjá European Art Quilt Foundation eftir nokkra daga með tvíburunum og foreldrum þeirra í París. Siggi mágur varð okkur samferða en hann er að fara til Toulouse. Á vellinum hitti ég nýgiftan Hemma með myndarlegri stúlku á leið í brúðkaupsferð til Parísar og eftir hádegi fer Atli til Kaupmannahafnar eftir stutt stopp hér heima.

Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga…