Ekið með Villa í vinnuna

15.6.2006

NFS sýndi í gærkvöldi viðtal við Vilhjálm borgarstjóra tekið á leið í vinnuna. Þar kom fram allt það sem fréttamenn erlendis myndu forðast eins og pestina, skráningarnúmer bíls borgarstjóra, heimilisfang hans og geymslustaður bílsins í bílakjallara Ráðhússins. Þetta sýnir vel að hér á landi ríkir ekkert stórborgarmentalítet.

Vilhjálmur hefur yfirgripsmikla og víðtæka þekkingu á sveitarstjórnarmálefnum og það verður mér alltaf hulin ráðgáta hvers vegna flokkseigendafélagið hleypti honum ekki fyrr í forystusæti D-listans í borginni. Þótti hann kannski ekki nógu ofstopafullur?

Vonandi tekst honum að hefja sig yfir pólitískt argaþras og verða borgarstjóri allra Reykvíkinga. Það er að minnsta kosti augljóst að skammaryrðið "pinko" er ekki lengur jafn slæmt í munni hægrimanna og það var hér fyrr meir. 

One Response to “Ekið með Villa í vinnuna”

  1. Greta Björg Says:

    Mér líst vel á Villa. Vonandi fara menn ekki að bögga hann þó þeir viti bílnúmerið og geymslustaðinn.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: