Kornflex og kynlíf

14.6.2006

Ég rakst nýverið á merka grein um sögu kornflexins sem fagnar aldarafmæli um þessar mundir. Það var búið til með það fyrir augum að koma í stað kynlífs en höfundur þess John Harvey Kellogg hræddist ekkert meira en það. Sem dæmi um það má nefna að í 40 ára hjónabandi hafði hann aldrei samræði við konu sína heldur ættleiddu þau öll sín börn, 42 talsins.

Kellogg var sérstaklega illa við sjálfsfróun og gaf foreldrum mörg góð ráð um hvernig þeir ættu að koma í veg fyrir hana hjá börnum/sonum sínum. Hann lagði meðal annars til að óforbetranlegir sjálfsfróarar skyldu umskornir án deyfingar!

Slagorð Kelloggs var: "Heilbrigð sál í hraustum líkama og ekkert kynlíf", kornflexið átti að bæta það allt upp. Það verður því með hálfum huga að ég helli því á diskinn minn í fyrramálið, jafnvel þótt um Special K sé að ræða.

2 Responses to “Kornflex og kynlíf”

  1. Greta Björg Says:

    Kallinn á víst að hafa sagt við konu sína eftir brúðkaupið: „Ég elska þig. Mundu það nú, því svo nenni ég ekki að fjasa meira um það.“ Þetta mun hafa verið í eina skiptið í öllu hjónabandinu sem hann lét sér þessi orð um munn fara. Ég held ég trúi þessari sögu eftir lýsingar þínar hér að framan. En maður mun kannski aldrei framar borða kornfleks með sömu ánægju? Matti þó!


  2. […] Í þessari klausu ræddi ég um kornflex og kynlíf en kornflex er eins og allir ættu að vita búið til maís og er enda líka kallað maísflögur á íslensku. Nú tók Mogginn sig til á sunnudaginn var og sagði sögu kornflexins en í greininni er tönnlast á því að kornflex sé búið til úr hveitikornum. Þar er þýðingapúkinn að stríða því corn þýðir vissulega hveiti í Englandi en í Bandaríkjunum þýðir það maís. Nóg er að benda á poppkorn því til staðfestingar. Allir sem vilja, sjá að þar er um þurrkaðan maís að ræða. Posted by matti Filed in Uncategorized […]


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: