Ég rakst nýverið á merka grein um sögu kornflexins sem fagnar aldarafmæli um þessar mundir. Það var búið til með það fyrir augum að koma í stað kynlífs en höfundur þess John Harvey Kellogg hræddist ekkert meira en það. Sem dæmi um það má nefna að í 40 ára hjónabandi hafði hann aldrei samræði við konu sína heldur ættleiddu þau öll sín börn, 42 talsins.

Kellogg var sérstaklega illa við sjálfsfróun og gaf foreldrum mörg góð ráð um hvernig þeir ættu að koma í veg fyrir hana hjá börnum/sonum sínum. Hann lagði meðal annars til að óforbetranlegir sjálfsfróarar skyldu umskornir án deyfingar!

Slagorð Kelloggs var: "Heilbrigð sál í hraustum líkama og ekkert kynlíf", kornflexið átti að bæta það allt upp. Það verður því með hálfum huga að ég helli því á diskinn minn í fyrramálið, jafnvel þótt um Special K sé að ræða.