Titringur í hjálpartækjabransanum

13.6.2006

Það er nauðsynlegt að fylgjast með fréttum úr viðskiptalífinu. Ég sá það í Fréttablaðinu í morgun að nú er verið að opna þriðju verslunina með hjálpartæki ástalífsins í Reykjavík 101 og allt ku leika á reiðiskjálfi í bransanum. Nærföt, rafhlöður og græjur af öllum stærðum og gerðum eru á tilboði og væntanlega verður opið allan sólarhringinn. Til viðbótar við 10-11 0g 11-11 er nú komið 6-6. Sniðugt á Íslandi…

%d bloggurum líkar þetta: