SMS-einelti

12.6.2006

Vinkona mín ein er lögð í SMS-einelti. Hún fær margoft á dag alls konar truflandi skilaboð og leiðindi á SMS í símann sinn sem hún notar í atvinnuskyni. Skilaboðin eru send af heimasíðum Símans og OG Voðafóns og því ekki rekjanleg þótt hana gruni reyndar hvaðan þau eru upprunnin.

Hún reyndi að kæra áreitið með það fyrir augum að stöðva gerandann en þá kemur í ljós að það er ekki ólöglegt að áreita fólk með SMS. Löggjafinn "gleymdi" þessum möguleika og því er ekkert til ráða.

Það er með ólíkindum hvað íslenskir embættismenn komast upp með mikla hroðvirkni í störfum sínum. Hagur almennings er fyrir borð borinn, þarna sem svo víða annars staðar, vegna þess að menn eru ekki starfi sínu vaxnir.

%d bloggurum líkar þetta: