Þjóðernisremba, nýnasimi og HM

9.6.2006

Íslenskt námsfólk í útskriftarferð í Búlgaríu hefur orðið fyrir óskemmtilegri reynslu ofbeldis og yfirgangs. Þetta er þó því miður engin nýlunda fyrir erlenda námsmenn og annað ungt aðkomufólk í þessum heimshluta, sama hvað ferðaskrifstofumenn segja.

Undanfarin ár hafa borist ljótar fréttir af ofbeldi gegn erlendum námsmönnum í mörgum borgum Rússlands og annarra landa gömlu austurblokkarinnar. Þar fara saman þjóðernisremba, atvinnuleysi, fátækt og skortur á menntun auk þess nýnasisma sem stöðugt verður umfangsmeiri í m.a. þessum samfélögum. Samstarf austur- og vesturevrópskra háskóla er meira að segja sums staðar í hættu vegna þess að námsfólkið er ekki einu sinni óhult á stúdentabæjunum.

Þetta ofbeldi eykst einnig við viðburði sem sérstaklega auka þjóðernisrembuna. Það kom glögglega í ljós þegar því var víða fagnað um Evrópa að 60 ár voru liðin frá lokum síðara heimsstríðs 20. aldar og gott er að hafa í huga að nú er að bresta á HM í fótbolta með tilheyrandi rembu og æsingi.

Það þarf reyndar ekki að fara langt til þess að fá fréttir af blindu ofbeldi og það er langur vegur frá því að menn þurfi að vera yfirlýstir nýnasistar til þess að aðhyllast þá ofbeldisfullu heimssýn sem einkennir allt þeirra æði.

%d bloggurum líkar þetta: