Það er orðið nokkuð um liðið síðan orðið „utanbæjarmaður“ heyrðist síðast í tengslum við afbrot á Akureyri. Fréttir undanfarið hafa sýnt að heimamenn eru fullfærir um að halda uppi merkjum glæpamanna, sbr. Morgunblaðið í dag:

„Lögreglan á Akureyri er að yfirheyra þrjá menn vegna gruns um alvarlegar líkamsárásir í gær. Klippt var framan af fingri manns með garðklippum og tveir menn aðrir beittir harðræði.“