FH VANN !!!

25.5.2006

Það er alltaf gaman að koma í Krikann. Núna mætti ég snemma til að taka þátt í gleðinni á undan leik. Hafnarfjarðarmafían hélt partí og Halli og félagar tóku nokkur FH-lög. Við Dýri vorum dregnir á svið og sungum með í sænska laginu með textanum hans Gísla (Ég fer á heimavöllinn…) af gömlu FH-plötunni okkar. Það var gaman.

Og svo vann FH Skagann 2-1 og trjónir í afgerandi toppsæti þessa stundina. Það er töggur í strákunum þótt Auðun sé fjarri góðu gamni. Áfram FH !!!