Tull

24.5.2006

Á norsku þýðir þetta orð "rugl". Hér er það ekki notað í því sambandi. Thick as a Brick, Locomotive Breath, Mother Goose og svo framvegis og svo framvegis, sígildum elementum hrært út í og blandan er stórkostlegt kvöld með Ian Anderson og hans liði. Sérstaklega var síðari hlutinn magnaður þótt margt væri líka gott gert í þeim fyrri, ekki síst af Micarelli, magnaðri fiðlustelpu. Og Budapest í lokin, maður, hvað er hægt að biðja um meira?