Hleranir og landráð

23.5.2006

Þegar símar þingmanna eru hleraðir er það aðeins gert af einni ástæðu, þeir eru grunaðir um landráð. Sú ásökun er með þvílíkum ósköpum að ekki dugar að vísa til þess að dómsúrskurðir séu til fyrir öllu. Það verður að kynna og útskýra þann rökstuðning sem lá að baki úrskurðum svo ekki leiki grunur á að dómstólar hafi verið í vasanum á yfirvöldum sem einskis svifust við að reyna að koma höggi á pólitíska andstæðinga.

Það er fánýtt að vísa til þess að einhverjir óskilgreindir "aðrir" hafi líka verið að safna upplýsingum. Það er allt annað mál að forvitnast en að hlera síma í krafti valds síns.

2 Responses to “Hleranir og landráð”

  1. gudni Says:

    Þetta eru öllu alvarlegri hleranir enn áttu sér stað í sveitasímanum í gamla daga. Þá lá sveitavargurinn á hleri til að svala forvitni sinni. Í tilviki þingmannanna er um hreinar njósnir að ræða með markmiði að finna veikan blett á andstæðinum sínum.

    Hér þarf að velta við mörgum steinum og fá fram sannleikann og hverjir báru ábyrgðina og voru hinir eiginlegu landráðamenn.

  2. Matti Says:

    Ég man eftir nágrannakonu austur í sveitum sem lá oft á línunni, einkum þegar símstöðin hringdi á einhvern bæinn. En blessuð konan var með astma og kunni ekki á mute-hnappinn svo það leyndi sér aldrei þegar hún lá á hleri.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: