Þegar símar þingmanna eru hleraðir er það aðeins gert af einni ástæðu, þeir eru grunaðir um landráð. Sú ásökun er með þvílíkum ósköpum að ekki dugar að vísa til þess að dómsúrskurðir séu til fyrir öllu. Það verður að kynna og útskýra þann rökstuðning sem lá að baki úrskurðum svo ekki leiki grunur á að dómstólar hafi verið í vasanum á yfirvöldum sem einskis svifust við að reyna að koma höggi á pólitíska andstæðinga.

Það er fánýtt að vísa til þess að einhverjir óskilgreindir "aðrir" hafi líka verið að safna upplýsingum. Það er allt annað mál að forvitnast en að hlera síma í krafti valds síns.