ExB-Ingi lýsti því í þætti Jóns Ársæls í gærkvöldi að hann byrjaði ekki að hugsa fyrr en um kvöldmatarleytið. Hann hlýtur að hafa lagt hótun sína gagnvart Sjálfstæðisflokknum fram fyrri hluta dags, hún bendir a.m.k. ekki til umfangsmikillar heilastarfsemi. Ég held að þetta sé eitt allra ótrúlegasta innleggið í kosningabaráttuna þetta vorið, jafnvel enn skrýtnara en bleiki D-listinn þar sem Gísla Marteini þykir flokkssystir sín menntamálaráðherrann vera getnaðarlegust þingkvenna. Langar hann kannski frekar á þing?

Það er engu líkara en að einungis tveir menn haldi uppi alvöru kosningabaráttu í borginni þessa síðustu viku fyrir kosningar, þeir Illugi Gunnarsson og Össur Skarphéðinsson, báðir mælskir vel og fínir pennar. Gallinn er bara sá að hvorugur er í framboði!