Nú iðar Evrópa öll í skinninu og bíður þess að haldin verði aðalsýningin á nærfötunum frá Victoria's Secret í Aþenu. Forsýningin var í gærkvöldi.

Það verður reyndar seint sagt um Lordi að þeir hafi skartað undirfötum á sviðinu og gaman var að heyra almennilegt rokk í þessu samhengi, lag sem vottar bæði Alice Cooper og Tom Petty virðingu. Kýlið á það, Finnar!!!!

Aðaldjókið

19.5.2006

Mesti brandari Silvíu Nætur ævintýrisins var sá að einhverjir Íslendingar skyldu í raun halda að hún kæmist áfram í aðalkeppnina. Grínið féll auðvitað algjörlega flatt þarna úti, þetta er eins og að reyna að segja ljóskubrandara á hárgreiðslustofu eða gyðingabrandara í Knesset. Silvía Nótt er engin Björk, hún er ekki einu sinni birki.

Það var annars gaman að heyra Simma kalla sekkjapípuna flautu. Hver laug þessu að honum?