Ljóta hálendið

18.5.2006

Mikið erum við Íslendingar heppnir að eiga allt þetta ljóta land sem Valgerður getur drekkt. Hálendið er allt vaðandi í stórljótum flæmum sem hvergi eiga heima nema undir gruggugu jökulvatni og leir. Í staðinn getur Valgerður reist fallegar álverksmiðjur sem prýða hverja sveit og gera það að verkum að þeir sem aka fram hjá þurfa ekki að horfa á ljótar strandir landsins.

Er í raun þörf fyrir svona lágkúruleg rök til að verja málstað sinn, Valgerður? 

%d bloggurum líkar þetta: