Þetta er hundraðasta færslan mín á Ár & síð og ég ætla að nota hana til að senda bestu kveðjur til lesandans míns sem nú er staddur í Danmörku.

Húmor í Íran

18.5.2006

Það er greinilega meiri húmor í Íran en menn bjuggust við. Hér er mynd af kjarnorkveri þeirra sem nefnist Bush-ehr!

Hrekkjótt dýr #1

18.5.2006

Ljóta hálendið

18.5.2006

Mikið erum við Íslendingar heppnir að eiga allt þetta ljóta land sem Valgerður getur drekkt. Hálendið er allt vaðandi í stórljótum flæmum sem hvergi eiga heima nema undir gruggugu jökulvatni og leir. Í staðinn getur Valgerður reist fallegar álverksmiðjur sem prýða hverja sveit og gera það að verkum að þeir sem aka fram hjá þurfa ekki að horfa á ljótar strandir landsins.

Er í raun þörf fyrir svona lágkúruleg rök til að verja málstað sinn, Valgerður? 

Ég fór að skoða hjólhýsi, húsbíla og tjaldvagna í hádeginu með Bjarka. Þokkalegt nýtt hjólhýsi kostar um þrjár milljónir og ef ég reikna gistinóttina á 10.000 krónur er hjólhýsið 300 gistinætur að borga sig eða 10 til 30 ár, allt eftir því hve mikið fólk ferðast. Við bætist svo rekstrar- og geymslukostnaður auk jafnvel stærri bíls en maður hefur þörf fyrir í raun.

Það er dæmigert fyrir eirðarleysið að þegar fólk er búið að koma sér upp risastóru húsnæði með öllu því dýrindi sem það langar í, með fínum garði með grilli og útimublum, fer það og kaupir sér dós á hjólum til að eyða frístundunum í. Nei, má ég þá heldur biðja um gistingu á huggulegum stað með þeim þægindum sem ég vil hafa og rými til að skipta um skyrtu án þess að reka mig í á alla enda og kanta.