Stöðumælar og stöðutákn

16.5.2006

Ég gekk áðan fram á stöðumælavörð í Hafnarstræti sem var að sekta tröllstóran BMW-lúxusbíl í 10 milljón króna klassanum. Eigandinn gengur víst ekki með neina smámynt í Armani-vösunum.

Þá minntist ég þess að í Finnlandi borga þeir sem teknir eru drukknir undir stýri (stjórnmálamenn sem aðrir) mismunandi háar sektir sem eru hlutfall af mánaðarlaunum þeirra. Væri ekki hægt að taka upp séríslenska útgáfu af því og hafa stöðumælasektir hlutfall af bílverðinu? Til hægðarauka mætti flokka bíla landsmanna í t.d. 4-5 flokka.

Þá gæti það orðið stöðutákn í "Happy Hour" að metast um hver hefði fengið hæstu stöðumælasektina. Það er líklega ekki verra en að metast um hver sé með þann minnsta (hér er vitaskuld átt við gemsa).

%d bloggurum líkar þetta: