Tákngervingur útrásardraumsins

13.5.2006

Silvía Nótt er snilldarlegur tákngervingur íslenska útrásardraumsins. Hún er stóri fiskurinn í litlu tjörninni sem hefur alltaf verið sagt að hún sé svo æðisleg og geti allt svo hún tekur með sér höfuðstólinn sinn (lagið) sem fengið er frá öðrum, skreytir sig með öllum stolnu fjöðrunum sem hún finnur og mætir bara á svæðið eins og besti jakkalakki með tvo fylgdarmenn sem að sjálfsögðu tákna Glitni og KB-banka. Í útlöndum slær hún í gegn  (eins og Pétur Gautur) að eigin sögn og íslenskra fjölmiðla en ýmsu vanir útlendingar líta fyrst og fremst á uppákomuna sem rassaköst í kotrosknum frekjudalli sem veður yfir allt og alla á skítugum skónum því það gleymdist algjörlega að kenna henni mannasiði í öllu lífsgæðakapphlaupinu.

Svo er bara að bíða eftir hruninu mikla þegar Danirnir hefja upp gagnrýnisraust og gengið fer að síga. 

Nú er gaman að vera frá Hvolsvelli 😀 

%d bloggurum líkar þetta: