Orðskýring: Gjörningur

12.5.2006

Þessi færsla er hin fyrsta í flokki orðskýringa sem birtast munu með óreglulegu millibili á þessari síðu. Tekið skal fram að skýringarnar byggjast (að mestu) á hlutlausu mati utanaðkomandi, ekki gildishlöðnum útskýringum fólks sem á hagsmuna að gæta.

Gjörningur er karlkynsorð, notað til að lýsa ómarkvissu örleikriti eftir amatör á leiklistarsviðinu, verki sem fáir skilja en sem vinir og ættingjar mæta á vegna þess að aðgangur er ókeypis og hálfsúrt hvítvín er borið fram á kostnað opinberra aðila.

%d bloggurum líkar þetta: