Hreinn Sveinn

8.5.2006

Það hefur gjarnan þótt vera dæmi um málefnafátækt þegar röklistin fer einkum að snúast um það að hæðast að nöfnum fólks og reynt er að lítillækka það með útúrsnúningum. Nú takast á Hreinn og Sveinn og minna mig á bílnúmerið sem ég sá um árið (HR1SV1). Dagsatt er orðið svolítið sturluð útgáfa af sannleika og ekki má gleyma Jóni Steinari í Hæstarétti sem uppnefndi Illuga fjölmiðlung Illhuga og þótti sjálfum fyndið.

Þetta er nú sjálfstæður málflutningur í meira lagi og verði þeim að góðu.

%d bloggurum líkar þetta: