Gúmbolti XXX

3.5.2006

Undanfarið hefur verið háð á götum Reykjavíkur hið merka kappakstursmót Gúmbolti XXX. Þáttakendur eru margir ungir að árum og á kraftmiklum bílum, ýmist í eigin eigu eða foreldranna.

Enn hafa ekki drepist nema tveir en spennufíklar bíða þess með óþreyju að þeim fjölgi. Spennan í mótinu felst ekki síst í því að möguleiki er á að menn verði teknir og sektaðir. Hann er þó fjarlægur og á sér einna helst stað í Sveitabolta XXX sem háður er á þjóðvegum landsins.

Mótið er styrkt af þotuliðinu. 

%d bloggurum líkar þetta: