Nikulásargjá og nútíminn

30.4.2006

Það er alltaf gaman að koma að Nikulásargjá á Þingvöllum þar sem Íslendingar hafa ástundað peningaþvætti um aldaraðir, nokkuð sem sannar að ekkert er nýtt undir sólinni.

Í dag sást þess þó stað að nýir tímar eru runnir upp í Peningagjá. Einhver hafði ekki verið með neina smápeninga í vasanum svo hann hefur tekið sig til og fleygt debitkortinu sínu í gjána. Framsæknir, Íslendingar 🙂

3 Responses to “Nikulásargjá og nútíminn”

  1. Davíð Bs Says:

    þetta hefur svipaðan grínstuðul og að skrifa ávísun uppá milljónkall og rífa hana til að grobba sig af óþrjótandi auð 😉

  2. Matti Says:

    Þetta verður kannski svar framtíðarinnar við því að klippa kortin sín. Ef fráhvarfseinkennin verða of sterk er alltaf hægt að slá fyrir þurrbúningi og skella sér niður.

  3. gudni Says:

    Gott að maður getur gengið hjá Nikulásargjá upp á krít. Ekki geetur maður það á Himmelbjarginu


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: