Mikilvæg forsíðufrétt

30.4.2006

Í sunnudagsmogganum 30-4-06 er fjallað um Sjónarhól, BUGL og börn með þroska- og hegðunarvanda og athyglisbrest með/án ofvirkni. Þar eru orð í tíma töluð. Um er að ræða gríðarlegt vandamál sem samfélagið verður að bregðast við og gera foreldrum og fagfólki kleift að leysa. Það er óþolandi að ráðamenn skuli komast upp með það á þessum tímum að segja að ekki séu til peningar. Þetta er stærsti einstaki hópur ungmenna í vanda á Vesturlöndum og sá hópur sem minnstu þarf að kosta til á hvern einstakling til að ná góðum árangri.

Það má segja Morgunblaðinu til hróss að það hefur verið duglegt að fjalla um þennan hóp á undanförnum 15 árum eða svo en dapurlegt er að rödd þess skuli ekki hafa náð betur til yfirvalda en raun ber vitni.

Betur má ef duga skal. Setjum ekki börn og ungmenni í vanda á guð og gaddinn!

%d bloggurum líkar þetta: