Kosningabarátta dauðans

28.4.2006

Auglýsingar flokkana í Reykjavík eru eins og varíant af Dressmann-auglýsingu. Sjónvarpsfundir eru þras og gagnkvæmar ásakanir um að allir séu með vitlausar hugmyndir nema maður sjálfur og stærsti glæpurinn er það að skipta um skoðun. Unghani Framsóknarflokksins vitnar vitlaust í fréttatilkynningu andstæðings og notar það til að ráðast á hann. Athyglisvert er svo að sjá ritstjóra Moggans hrósa honum sérstaklega fyrir framtakið, að vitna rangt til orða annarra.

Engar hugsýnir, engin jákvæð sjónarmið á framtíðina í mesta góðæri síðari tíma. Er að furða þótt þjóðin sé ekki uppnumin og finni sér önnur áhugamál en pólitík?

%d bloggurum líkar þetta: