DAM-AGE

28.4.2006

Hvenær lýkur öld stíflunnar? Mönnum ber ekki saman um hve lengi Kárahnúkalón verður að fyllast af drullu og aur en nefndar hafa verið tölur á bilinu 50 til 300 ár. Í Skaftárhlaupinu á dögunum hlupu fram þau ókjör af sandi og leðju að gaman væri ef einhver glöggur maður reiknaði út hve mörg þannig hlaup þyrfti til að fylla lónið.

Það eina sem þá gæti komið til bjargar væri að sprungusvæðið undir lóninu myndi gliðna og hleypa drullunni niður en er það ekki of fjarlægur möguleiki til að treysta á?

Er kannski kominn tími til að taka bandstrikið úr titlinum á þessari færslu?

%d bloggurum líkar þetta: