Kárahnúkavirkjun og dauðaslysin

26.4.2006

Þegar lagt var af stað með Kárahnúkavirkjun var gert ráð fyrir því að nokkur dauðaslys gætu átt sér stað. Það er til reikningsformúla sem segir að við svona mikið verkefni deyi svo og svo margir og mig rámar í að hafa heyrt töluna fimm í því sambandi.

Nú eru þrír látnir og þeir eru allir Íslendingar. Þetta gerist þrátt fyrir að einungis innan við þriðjungur starfsmanna sé íslenskur. Hvað veldur? Eru Íslendingarnir sendir í hættulegustu verkefnin? Getur verið að Íslendingar séu það kærulausir og óagaðir í störfum sínum að þeir bjóði hættunni heim í meira mæli en reyndir erlendir samstarfsmenn þeirra? Eða kunna Íslendingarnir ekki nógu vel til verka? Þessum spurningum verða stjórnendur Suðurfells og Arnarfells að velta fyrir sér áður en fleiri týna lífinu á hálendinu fyrir austan.

2 Responses to “Kárahnúkavirkjun og dauðaslysin”

  1. gudni Says:

    Eins og kerlingin sagði; „Þeir hætta ekki fyrr en þeir drepa einhvern“ Þessi orð féllu reyndar fyrir seinna stríðið en eiga vel við hvenær sem eitthvað er um að vera. Því miður hafa vinnuslys, bæði til sjós og lands, alltaf verið alltof mörg. Sama hvaða hlutfallareikningi er beitt. Get vil ímyndað mér að agaleysieigi töluverðan þátt í óförum okkar.

  2. Matti Says:

    Öll stórfyrirtæki hafa „No Accident Policy“ sem þýðir í raun að sé alltaf farið að öllum starfsreglum verða ekki slys. Fyrirtækin hafa verið sýknuð af ábyrgð á dauða þess fyrsta sem fórst svo réttarkerfið kennir greinilega starfsmanninum sjálfum um hvernig fór.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: