Chauvet-Pont-d’Arc hellarnir

23.4.2006

Annað kvöld sýnir sjónvarpið mynd í þáttaröðinni um Jörðina og þar verður fjallað um hella. Í tilefni af því er freistandi að benda á einhvern stórkostlegasta helli sem fundist hefur. Þar má sjá um 30.000 ára gamlar teikningar af ýmsu tagi en þær bestu er gerðar af þvílíkri snilld að áður en þær fundust var haldið að menn hefðu ekki ráðið yfir sambærilegri tækni fyrr en á endurreisnartímabilinu.

Franski hellirinn er auðvitað algjörlega lokaður almenningi en vísindamenn rannsaka hann og eru sífellt að gera nýjar uppgötvanir þar. Það er mjög gaman að skoða þessa glæsilegu heimasíðu og smella á hin ýmsu verk sem þar má skoða. Einkum eru hestamyndirnar stórkostlegar.

%d bloggurum líkar þetta: