Kirkja eða trú

20.4.2006

Kirkjan hefur þörf fyrir trúað fólk, trúað fólk hefur ekki þörf fyrir kirkju. Engu að síður hefur kirkjan tekið sér alræðisvald yfir söfnuðum manna sem trúa á guð og Jesúm sem spámann hans. Og það sem verra er, kirkjan leyfir sér að hunsa algjörlega óskir safnaðanna.

Fyrir um áratug tók hún af þeim réttinn til að velja sér presta sína og afleiðingin blasir við í dag. Söfnuðirnir fá „sendingar að sunnan“, sendingar sem eru þóknanlegar biskupi og meðreiðarsveinum hans en þeir gefa skít í óskir fólksins. Það verður stöðugt augljósara að skilja þarf að ríki og kirkju, hvorki trúað né vantrúað fólk hefur neina þörf fyrir þessa fasísku stofnun.

Hvernig sefur annars fólk sem stendur í einelti?