Golf og pólitík

9.4.2006

Golf hefur löngum þótt virðuleg íþrótt sem hæfir heldri mönnum. Bandaríkjaforsetar hafa margir leikið golf og W. Bush stundar það t.d. af miklu kappi.
Frægur er brandari Bob Hope um það sem Ford ætlaði að gera þegar forsetaferlinum lyki: „Hann byrjar á því að setjast niður og skrá það merkasta sem gerðist í embættistíð hans í Hvíta húsinu. Eftir hádegi fer hann svo í golf.“
Eftir byltinguna á Kúbu var Castó boðið til Bandaríkjanna af samtökum ritstjóra stærstu fjölmiðla þar vorið 1960, ekki síst með það í huga að hann gæti rætt við bandaríska ráðamenn og einhvers konar málamiðlun náðst. En Eisenhower beitti sömu aðferð og ýmsir aðrir, lét ekki ná í sig heldur lék golf þá fimm daga sem gesturinn var í landinu. Castró fékk einungis að ræða við Nixon. Átta mánuðum síðar settu Bandaríkjamenn hafnbann á Kúbu og hröktu þjóðina undir hramm Sovétmanna. Framhaldið þekkja allir.

One Response to “Golf og pólitík”


  1. Og sumir forsetar hafa lagt ofuráherslu á að viðra hundana sína. Davíð fékk að halda í taum Bobbys meðan þeir Bill röltu um garðinn kringum Hvíta húsið. Hundurinn var sá fulltrúi forsetans sem hæfði íslenska forsætisráðherranum best. Báðir hafa þann eiginleika að gelta


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: