James Miller var myrtur á ólögmætan hátt

6.4.2006

Enskur dánardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að breskur kvikmyndagerðarmaður hafi verið myrtur af ísraelskum hermanni fyrir þremur árum. Orðalag fréttarinnar (í Mbl.) er að ýmsu leyti nýmæli. Fjölmiðlar orða það gjarna svo að vinveittir hermenn felli menn en að óvinveittir hermenn drepi en nú er sem sagt búið að staðfesta að hermenn geta myrt á "ólögmætan hátt".

Eftir stendur spurningin: Hvernig myrða ísraelskir hermenn á lögmætan hátt? Þeirri spurningu hefur reyndar verið svarað allt of oft og á óteljandi vegu á undanförnum áratugum.

%d bloggurum líkar þetta: