Auglýsingar og orðalag

6.4.2006

“Nú er hægt að afmarka texta á heimasíðu, tölvupósti, Word ritvinnslunni eða öðrum hugbúnaði og þýtt textann á milli tungumála sem eru í Stóru tölvuorðabókinni og það án innsláttar.”

Tekur einhver ekki eftir villunni? Klausan er úr heilsíðuauglýsingu sem birst hafði vikum saman í Blaðinu áður en ég tók mig til og skrifaði tölvupóst til FastPro með ábendingu um að málfari væri áfátt.

Ég fékk skemmtilega ung(g)æðislega hrokafullt svar: "Ég er búin að senda þessa ábendingu til auglýsingarstofunnar sem gerði auglýsinguna og þeir spyrja hvernig hefði textinn átt að vera öðruvísi!. Þessi auglýsing er búin að fara í gegnum nokkra aðila og þeir vilja hafa þetta svona og ég treysti þeim. Veist þú um hvað er verið að tala?. Það er ekki verið að tala um að "merkja" ef þú hefur haldið það!."

Þetta skrifaði Gunnar svo ég skrifaði honum nýtt bréf með nánari útskýringum og hef síðan ekkert heyrt – fyrr en í Blaðinu í gær að ég sé að búið er að breyta auglýsingunni þannig að nú stendur:

"Nú geta notendur sótt texta af heimasíðu, tölvupósti, Word ritvinnslunni eða öðrum hugbúnaði og þýtt textann á milli tungumála sem eru í Stóru tölvuorðabókinni og það án innsláttar."

Gott er að treysta auglýsingastofunni sinni en það er samt ráðlegt að lesa textann frá henni yfir, einkum ef lögð er áhersla á nákvæmni í málnotkun.

One Response to “Auglýsingar og orðalag”

  1. Sigurður Arnarson Says:

    Íslenskukennarar (þ.a.s. allir kennarar) eiga mikið verk fyrir höndum.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: