Sylvía Matt…

30.3.2006

Vala Matt var í heimsókn hjá Birni Ólafs arkitekt í París og skoðaði skemmtilega villt heimili hans. Hún kom að borði með listaverkum á og sagði: "Er þetta ekki svona arty-farty?"

Free Dictionary útskýrir arty-farty þannig: "arty-farty (British, informal, American, informal) something or someone that is arty-farty tries too hard to seem connected with serious art, and is silly or boring because of this."

Einhvern veginn finnst mér þessi athugasemd Mölu Vatt ekki vera mikið hrós um íbúð heimsborgara en kannski sýnir hún þó einna helst sjálfhverfu sjónvarpsgoðsins sem dýrkar það eitt að heyra sjálft sig tala. Björn Ólafs er sjentilmaður og stóð þetta af sér en er áðurnefnt enskt hugtak annars ekki býsna góð lýsing á þeim andlegu hálfsystrum Sylvíu Nótt og Völu Matt og amstri þeirra?

One Response to “Sylvía Matt…”


  1. Þarna hittirðu naglann lóðrétt á hausinn. Reyndar hef ég lítið séð eða heyrt til Næturinnar en nú er nokkuð langt um liðið þar til ég varð meira aen mettur af Möttunni. SJálfumglaðara greppitrýni er vandfundið.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: