Óstýrilátir vextir

30.3.2006

Stýrivöxtum seðlabanka í ríkjum heims er ætlað að hafa stjórn á verðbólgu og stuðla að jafnvægi í peningamálum þjóða. Stýrivextir eru í kringum núllið í Japan og í ESB 2,5%. Í Danmörku eru þeir 2,75% en í Bandaríkjunum 4,5%. Í ESB hafa þeir á síðustu 7 árum farið hæst upp í 4,5% á síðari hluta 2001 og fyrri hluta 2001.

Verið var að hækka stýrivexti á Íslandi upp í 11% en þeir voru um 5,6% í september 2004 !!! Er Seðlabankinn markvisst að stefna að því að sýna fram á að íslenska krónan sé ónýtur gjaldmiðill eða er einfaldlega búið að rústa jafnvægi íslenska hagkerfisins algjörlega með botnlausum lántökum erlendis?

Og svo eru menn undrandi á efasvip hjá Danske Bank…

2 Responses to “Óstýrilátir vextir”

  1. Sigurður Arnarson Says:

    Illa er nú komið fyrir álkrónunni.

  2. Matti Says:

    Var hún ekki kölluð í þess orðs bókstaflegustu merkingu fljótandi gengi?


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: