Íran og óvinirnir

30.3.2006

Íran (persneska: ایران) er land í Mið-Austurlöndum með landamæri að Aserbaídsjan, Armeníu og Túrkmenistan í norðri, Pakistan og Afganistan í austri, Tyrklandi og Írak í vestri og strandlengju að Persaflóa í suðri, stendur í Wikipedia. Nokkuð augljóst er hvers vegna landið telur sig þurfa á vörnum að halda, a.m.k. er það augljósara en hvers vegna Ísland þarf á hervörnum að halda.

Ríkið hefur verið að fjölga stríðstólum sínum og segir það gert í varnarskyni enda tvö stríð í gangi við landamæri þess og stutt í óróleikann víða. Pakistan og Indland ráða yfir kjarnavopnum og skammt undan í vestri er Ísrael með sín kjarnavopn.

Nú eru Íranar skammaðir fyrir að fara ekki að samþykktum Öryggisráðs Sþ. Í því efni ætti þeim undir venjulegum kringumstæðum að nægja að vísa til viðbragða Ísraelsmanna við ótöldum álykunum í Sþ til þess að vera stikkfrí en svo verður ekki, það er nefnilega ekki sama hverjir eru vinir manns.

Miklar tilraunir hafa verið gerðar til þess að hindra viðskipti Írana á sama tíma og Bandaríkin gefa Ísraelsmönnum hergögn fyrir 200 milljarða króna – árlega. Að því kemur að það verði að nota þau, hergögn eru jú framleidd með það fyrir augum.

%d bloggurum líkar þetta: