Stærð skrifstofu segir ekki alltaf alla söguna um afköst manna og áhrif. Hann Rúnar yfirkennarinn okkar í Öldutúnsskóla hafði eina alminnstu skrifstofu sem nokkur skólastjórnandi hefur haft. Hún var svo lítil að hefði hún verið minni hefði hún verið skápur. En það skipti engu því þar réði ríkjum maður sem alltaf studdi sitt fólk með ráðum og dáð, tókst að lyfta okkur upp úr stundaræsingi eða -örvinglan og fá okkur til að koma auga á stóru línurnar með sér. Og ég man eftir giska skrautlegum nemendum sem fóru þangað inn á háa C-inu og komu út aftur með ró yfir sér sem stundum entist fram í næsta tíma.

Sumir eru þannig að mannbætandi er að umgangast þá. Rúnar var einn þeirra. Og honum hefði ekki þótt leiðinlegt að vita hve margir fyrrverandi samstarfsmenn rifjuðu upp gömul kynni og sóru að missa ekki sambandið á ný í erfinu hans. Blessuð sé minnings góðs drengs og vinar.