Eitt af verri glæpaverkum gömlu aðskilnaðarfasistanna í Suður-Afríku voru fjöldamorðin í Sharpeville árið 1960. Þá voru 50 þeldökkir mótmælendur drepnir í mótmælum sem áttu að verða friðsamleg. Atburðurinn var skelfilegur og þótti marka þáttaskil í kúgun aðskilnaðarsinna en lítum aðeins nánar á fjöldann sem lést, þ.e. 50 manns. Það er sami fjöldi og nú deyr daglega í Írak – að jafnaði.
Í Bagdad sitja yfirvöld og tala um að ástandið jafnist á við borgarastyrjöld, í Washington sitja bandarísk yfirvöld og segja það hvergi nærri sannleikanum, að allt sé á réttri leið og að sigur sé að vinnast á hryðjuverkamönnunum (sem nóta bene komu fyrst til Írak eftir innrásina þegar allir innviðir ríkisins voru í tætlum). Hvorir ætli hafi nú fremur puttann á púlsinum í Írak?