Fuglaflensan og listin

17.3.2006

Nú er illt í efni.
Hún Heidi mín er búin að sauma myndverk með fuglum í aldarfjórðung en nú er hún hætt að þora að sauma fugla í bili vegna fuglaflensunnar og hefur snúið sér að fiskum í staðinn. Áhrif fjölmiðlanna eru mikil… 🙂

3 Responses to “Fuglaflensan og listin”

 1. Gisli Says:

  Þetta eru ill tíðindi. Verða fuglar fjarlægðir úr verkum listakonunnar vegna smithættu? Ég nefni þá einkum myndina af gæsahópnum.

 2. Matti Says:

  Ætli ég verði bara ekki að draga fram Paintball-byssuna mína og skjóta verkin?
  Það var reyndar nokkur aðdragandi að þessu, hún byrjaði á því í desember að losa sig við uppstoppuðu sjófuglana!

 3. Sigurður Arnarson Says:

  Getur fuglaflensa smitast milli engla? Ég hef reyndar alltaf átt erfitt með að floka engla í dýraríkinu. Þau hryggdýr sem hafa ekki glatað útlimum sínum hafa 4 útlimi, en englar 6 (ef vængirnir eru útlimir). Því er ég ekki viss um hvort englar eru skyldir spendýrum, fuglum eða skordýrum. Reyndar veit ég ekki heldur hvað gerist ef engill deyr úr fuglaflensu. Er til sérstakt himnaríki fyrir dauða engla eða lifna þeir bara aftur við í sínu vanalega himnaríki?


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: