Hjá grannþjóðum okkar flestum kallast yfirleitt einhver ráðherranna varnarmálaráðherra. Það embætti er ekki til á Íslandi en hins vegar tóku tveir ráðherrar að sér í sameiningu starf árásarmálaráðherra hér um árið. Annar er nú sestur í svartan stein en hinn er enn starfandi og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar herflugvélar hverfa úr augsýn (og til Austurlanda nær).
Og kannski er ástæða til svartsýni. Í pólitísku umhverfi samtímans hefur líklega ekkert kallað eins ákveðið á árásir mögulegra óvina okkar og verk árásarmálaráðherra Íslands.