Það má Íslandsbanki eiga að hann er með puttann á púlsinum. Um helgina kynnti hann nýtt útlit sem allt byggist á rauða litnum (sjá t.d. heimasíðu bankans – þetta er þó ekki hugsað sem auglýsing fyrir hann). Þegar þessi orð eru skrifuð loga hins vegar öll rauðu viðvörunarljósin í fjármnálakerfinu, allir gjaldmiðlar eru merktir með rauðum örvum sem tákna að krónan er að lækka og verð hlutabréfa ýmissa fyrirtækja eru líka sýnd með rauðum lit vegna þess að þau fara lækkandi.
Og svo má spyrja sig að því hvort bankinn hafi séð þetta fyrir, eigi hlutdeild í þessari þróun eða að þetta sé allt helber tilviljun?