Hitler, Mílósevitsj og Saddam

11.3.2006

Þegar líða tók á síðari heimsstyrjöld 20. aldar velti Churchill því fyrir sér hvað gera skyldi við Hitler ef hann yrði handtekinn að stríðinu loknu. Churchill komst að þeirri niðurstöðu að líklega yrði að drepa Hitler umsvifalaust til þess að komast hjá endalausum réttarhöldum sem ekki myndu leiða til neins nema þess að Hitler yrði miðpunktur athyglinnar, píslarvottur og jafnvel hetja. Hitler kom í veg fyrir þessa stöðu með því að stytta fyrir sér.
Nú virðist sem fleiri séu að komast að sömu niðurstöðu og Churchill forðum. Réttarhöldunum yfir Mílósevitsj lauk snögglega nú um helgina og ekki er ólíklegt að Saddam fari sömu leið. Náist Osama bin Laden er sennilega fátt annað til ráða en að kippa nýrnavélinni hans úr sambandi við fyrsta tækifæri.
Svo er hægt að velta því fyrir sér hvað gerist eftir innrásina í Íran. Hvaða réttarhöld verða í framhaldi af henni?

One Response to “Hitler, Mílósevitsj og Saddam”


  1. Ætli Færeyingarnir hafi eki verið með bestu lausnina á því hvað þeir vildu gera við Hitler. Þeir vildu ekki skjóta karlinn því það fannst þeim of gott fyrir óþokkan. En þeir vildu gjarnan búra hann inni í glerbúri. Á búrinu átti að vera eitt lítið gat. Nógu stórt til þess að það átti að vera auðvelt a fæða hann. Síðan ætluðu þeir að bjóða gestum og gangandi upp á að sjá „hetjuna“ skíta sig, hægt og rólega á kaf. Þeir vildu semsagt drekkja Hitler í eigin saur.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: