Þegar líða tók á síðari heimsstyrjöld 20. aldar velti Churchill því fyrir sér hvað gera skyldi við Hitler ef hann yrði handtekinn að stríðinu loknu. Churchill komst að þeirri niðurstöðu að líklega yrði að drepa Hitler umsvifalaust til þess að komast hjá endalausum réttarhöldum sem ekki myndu leiða til neins nema þess að Hitler yrði miðpunktur athyglinnar, píslarvottur og jafnvel hetja. Hitler kom í veg fyrir þessa stöðu með því að stytta fyrir sér.
Nú virðist sem fleiri séu að komast að sömu niðurstöðu og Churchill forðum. Réttarhöldunum yfir Mílósevitsj lauk snögglega nú um helgina og ekki er ólíklegt að Saddam fari sömu leið. Náist Osama bin Laden er sennilega fátt annað til ráða en að kippa nýrnavélinni hans úr sambandi við fyrsta tækifæri.
Svo er hægt að velta því fyrir sér hvað gerist eftir innrásina í Íran. Hvaða réttarhöld verða í framhaldi af henni?

Í gær hófst nýr kapítuli í útrás Íslendinga þegar opnuð var sýning í Ráðhúsi Kaupmannahafnar. Þar eiga verk 62 íslenskir, 20 færeyskir og 4 grænlenskir listamenn og á sýningin eflaust eftir að velja töluverða athygli. Hér má sjá mynd tekna af sýningarstað þann 10. mars.