Den store bolledag

27.2.2006

Sumir Danir eru spenntir fyrir öllu íslensku sem þeim finnst exótískt og framandi. Íslenskt brennivín er að sönnu býsna áþekkt dönskum kúmensnapsi en hákarl og hrútspungar eiga sér enga samsvörun í landi Bauna. Þó tekur steininn úr þegar þeim er sagt frá hinum stóra bolludegi sem í hugum margra íslenskra barna er ein allra helsta kirkjuhátíð ársins. Hvort þar er einhver misskilningur á ferðinni hjá Dönunum skal þó ósagt látið.