Fuglaflensan virðist vera í bullandi útrás. Alifuglar víða um heim sýkjast og ef hlutfallslega jafn margir íbúar heims látast í væntanlegum faraldri og í spænsku veikinni 1918 samsvarar það því að allir íbúar ESB myndu láta lífið. Það er ekki sérlega notaleg hugsun. Farfuglar virðast vera aðalsökudólgurinn við að breiða pestina út svo hvernig hefði skáldið haldið áfram þessari vísu núna:
Lóan er komin að…