Áhugamenn um illa meðferð dýra?

20.2.2006

Flestir Íslendingar eru sammála um að ill meðferð dýra eigi ekki að eiga sér stað. En þegar sjónvarpsstöðvunum okkar berst efni um illa meðferð dýra í útlöndum taka þær báðar því fagnandi, birta efnið óstytt og athugasemdalaust og þulirnir brosa og skemmta sér konunglega. Nýjasta dæmið er frétt af ketti sem sýnd var á báðum rásum í kvöld, dýri sem búið er að misþyrma með offóðrun (búlemíu) og hreyfingarleysi árum saman. Vesalings skepnan að hafa ekki átt betri húsbændur!! Þetta er ekkert skárra en myndir af langsoltnum og hröktum hestum sem stundum hafa birst þegar fréttastöðvunum í sínum popúlisma hentar að hneykslast á illri meðferð dýra. Sveiattan…

3 Responses to “Áhugamenn um illa meðferð dýra?”

 1. gisli Says:

  Aldrei varð Már svona feitur…

 2. Matti Says:

  Nei, enda átti Már eigendur sem var annt um hann og svo þurfti náttúrulega að halda honum að vinnu.

 3. gudni Says:

  Eitt frægasta dæmið um umfjöllun sjónvarpsins um slæma meðferð dýra var þeggar RÚVI-ið var enn í sauðalitunum.

  Þá þvældi Eiður Guðnason, þáverandi fréttamaður, sér út í Engey, ef ég man rétt, vegna sögusagna um hross sem þar væru að drepast úr hor. Að sjálfsögðu fór Eiður út í eyjuna vopnaður tökumanni og míkrafóni. Þegar fréttamaðurinn drap fæti sínum á strönd eyjarinnar rakst hann fljótlega á rekafjöl eina sem bar þess greinilega merki að hestar hefðu nagað hana. Hróðugur tók fréttamaðurinn spýtuna upp og veifaði fyrir framan myndavélina og alþjóð. Hélt hann síðan langa ræðu um meðferðina á hinum hungruðu hestum í Engey sem hefðu sér það eitt til munns að leggja að naga rekavið sem bærist á land frá framandi löndum. Daginn eftir fór héraðsdýralæknirinn í Reykjavík út í eyjuna til að kanna ástand blessaðra hrossana. Að sjálfsögðu höfðu þau það eins gott og hross á vetrarbeit geta haft það. Feit og sælleg af kjarnmiklu heyi sem þeim var reglulega gefið auk þess sem þau úðuðu í sig þaranaum. Rekaviðurinn var að desertinn. Allir vita sem umgengist hafa hross að fátt finnst þeim betra en timbur að naga. Þess vegna velja hesteigendur frekar ál í stalla sína en timbur. Eðlilega. Hestarnir bryðja nefninlega timurstallana, sér til ánægju, er þeir hafa lokið máltíð sinni.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: