Flestir Íslendingar eru sammála um að ill meðferð dýra eigi ekki að eiga sér stað. En þegar sjónvarpsstöðvunum okkar berst efni um illa meðferð dýra í útlöndum taka þær báðar því fagnandi, birta efnið óstytt og athugasemdalaust og þulirnir brosa og skemmta sér konunglega. Nýjasta dæmið er frétt af ketti sem sýnd var á báðum rásum í kvöld, dýri sem búið er að misþyrma með offóðrun (búlemíu) og hreyfingarleysi árum saman. Vesalings skepnan að hafa ekki átt betri húsbændur!! Þetta er ekkert skárra en myndir af langsoltnum og hröktum hestum sem stundum hafa birst þegar fréttastöðvunum í sínum popúlisma hentar að hneykslast á illri meðferð dýra. Sveiattan…

Jólahugvekjan

20.2.2006

Þeir Gísli Málbein og Dunni (sjá hér til hliðar) hafa verið að rifja upp eitt og annað úr skólastarfinu og þá allt annað en kennsluna (sumir segja að skólar væru yndislegir vinnustaðir ef ekki væru allir þessir nemendur). Ég ritstýrði skólablaðinu Öldubroti og eitt árið kom til starfa bjarteygður og ljóntrúaður kollegi. Ekki var hann settur í hóp jólasveina heldur var nefnt við hann á aðventunni (upp á grín) að skrifa jólahugvekju fyrir Öldubrot. Hann tók ritstjórann á orðinu, settist niður og samdi hörku hugvekju sem skólastjórinn varð alveg gáttaður á, enda aldrei verið um kristilegt efni rætt á ritstjórnarfundum. Í Makkaumbrotinu fannst m.a.s. mynd af jólakerti sem notað var til að fullkomna verkið.